Alberta Kanada,
Flag of Canada

CALGARY EDMONTON LETHBRIDGE MEDICINE HAT
RED DEER

ALBERTA
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Alberta er vestasta sléttufylkið í Kanada, 661.190 km² að flatarmáli (þar af 6.485 km² stöðuvötn og ár).  Loftlína milli norður og suðurmarka þess er 1216 km og milli austur-vesturmarkanna, 667 km.  Austurmörkin að Saskatchewanfylki er lengdarbaugurinn 110°A og vesturmörkin fylgja 120°A og hæstu brúnum Klettafjalla að Brezku Kólumbíu.  Litlu norðar en 60°N breiddarbaugurinn taka Norðvesturhéruðin við og suðurmörkin, landamærin að Montana, BNA, liggja um 49°N.  Alberta varð sérstakt hérað í Norðvesturhéruðunum 1882, sem var síðan stækkað og varð fylki í Kanada 1905.  Fylkisstjórnin situr í höfuðborginni Edmonton.

Þeir, sem komu í kjölfar fyrstu landkönnuða og skinnaveiðimanna, snéru sér að ræktun sléttnanna.  Frekari þróun og nýting náttúruauðlinda, olíu, gass og timburs, leiddi til fjölgunar íbúanna, þéttbýlismyndunar og iðnvæðingar.  Þrátt fyrir fjölgun íbúa, er þetta gríðarstóra fylki tiltölulega stjálbýlt og sums staðar hefur hægt á iðnvæðingu vegna skorts á mörkuðum af þeim sökum.  Leiðirnar til norðurs frá Alberta eru náttúrulega greiðfærar, þannig að leiðangrar, sem kanna heimskautssvæðin, hefja gjarnan ferð þaðan.  Klettafjöllin í vestasta hlutanum eru heimskunn fyrir fegurð.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM