Lethbridge
er borg í Suður-Alberta í Kanada við Oldmanána.
Hún er miðstöð viðskipta og iðnaðar í miðju landbúnaðarhéraði,
þar sem mikið er um áveitur.
Mikið er ræktað af nautgripum, skógarhögg er mikilvægt og
olíu- og gaslindir auðga efnahagslífið.
Meðal framleiðsluvara borgarinnar eru matvæli, vélbúnaður,
timbur, málmvörur, eletrónísk tæki og byggingarefni.
Þjónustugreinar krefjast rúmlega helmings mannaflans.
Lethbridgeháskólinn (1967) og lögfræðiháskóli eru meðal
menntastofnana borgarinnar.
Þarna
var óx upp námuvinnslubær, sem hét Coalbanks, frá árinu 1880.
Bærinn var endurskírður eftir iðnaðarforkólfinum William
Lethbridge, þegar járnbrautin náði til bæjarins 1885.
Sir Alexander Galt, þingmaður og frumkvöðull, var virkur í
uppbyggingu efnahagslífs bæjarins frá 1880 fram á tíunda áratug
19. aldar.
Bærinn fékk borgarréttindi árið 1906.
Íbúafjöldinn 1986 var 58.841 og 60.974 árið 1991. |