Medicine Hat Alberta Kanada,
Flag of Canada


MEDICINE HAT
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Medicine Hat er borg í Suðaustur-Alberta í Kanada við Suður-Saskatchewanána.  Hún er við aðalþjóðveginn þvert yfir Kanada, u.þ.b. 300 km austan Calgary, stærstu borgar Alberta.  Medicine Hat er miðstöð viðskipta, iðnaðar og flutininga á landbúnaðar- og olíulindasvæði með talsverðu jarðgasi.  Helztu framleiðsluvörur borgarinnar eru matvæli, leir- og glervörur og efnavörur.  Safn og Listasafn borgainnar hýsa muni frá byggðum indíána og landnema.

Byggðin fór að myndast á snemma á níunda áratugi 19. aldar og járnbrautin kom þangað 1883.  Borgarréttindi 1906.  Nafn borgarinnar er rakið til flótta töframanns cree-indíána úr bardaga yfir Saskatchewanána, þar sem hann missti höfuðskraut sitt.  Íbúafjöldinn 1986 var 41.823 og 43.625 árið 1991.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM