Spánn
er 504.782 km² og íbúafjöldinn 1991 u.þ.b. 36 milljónir (70 íb./km²).
Þingbundin konungsstjórn. Baleareyjar og Kanaríeyjar tilheyra Spái
auk Plazas de Soberania í Norður-Marokkó.
Höfuðborgin er Madrid með u.þ.b. 3,4 milljónir íbúa.
Landið er fjöllótt. Hæsti
tindur Pýreneafjalla er Pica de Aneto, 3.404 m hár.
Í suðri er Betanska Kordillere með Sierra Nevada og þar er
Mulacén hæstur, 3.478 m. Í
vesturhluta landsins ríkir Atlantshafsloftslag, í suðri og austri Miðjarðarhafsloftslag
en miðbik landsins hefur þurrt og heitt meginlandsloftslag.
Þar eru þurrar grassteppur. Mikið
er um beyki, eik og eðalkastaníutré í Pýreneafjöllum.
Við Miðjarðarhafið vaxa helzt ólífutré, korkeik
og döðlupálmar.
Stærstu
borgir eru: Madrid, Barcelona, Sevilla, Saragossa,
Bilboa, Málaga og Murcia.
Aðalhafnarborgirnar eru Barcelona, Valencia, Málaga, Vigo, Cadiz
og Huelva.
. |