Gijón Spánn,


GIJÓN
SPÁNN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Gijón er hafnarborg í Asturiashéraði á Norðvestur-Spáni við Biscayaflóa í grennd borgarinnar Oviedo.  Þar er m.a. námuvinnsla (kol, kopar, járn, sink og önnur jarðefni), fiskveiðar og vinnsla og fiskveiðar og mikið af þessum afurðum er flutt út.  Þarna eru járnbræðslur og verksmiðjur, sem framleiða vefnaðarvöru, pappír, olíu, sykur, tóbak, efnavöru, gler og postulín.  Talið er að Rómverjar hafi skirt hana Gigia og márar hafi náð henni á sitt vald snemma á 8. öld en síðar á sömu öld varð hún meðal fyrstu borganna, sem kristnir menn náðu aftur á sitt vald á Spáni.  Hún varð eldsvoða að bráð árið 1395.  Í  Spænsku borgarstyrjöldinni náðu þjóðernissinnar henni á sitt vald í október 1937 og það réði lokum bardaga í norðvesturhlutanum.  Gijón tengist aðalþjóðveginum milli hafnarborganna Santander í austri og El Ferrol del Caudillo í vestri.  Gerð hafnarinnar hófst 1480.  Borgin var víggirt á síðari hluta 16. aldar og árið 1788 var hún stækkuð til að anna viðskiptum við nýlendurnar í Ameríku.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var 260 þúsnd.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM