Menorca Spánn,


MENORCA
BALEAREYJAR - SPÁNN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Menorca er næststærst Baleareyja.  Hún liggur 40 km norðaustan Mallorca og er 686 km².  Hæsti punktur hennar er Monte Toro (360m).  Landslag er fagurt og gnótt baðstranda.  Víða finnast merki um forsögulega búsetu á eyjunni (Talati de Dalt).  Höfuðstaður eyjarinnar síðan 1722 er Mahón.  Hann er á austurströndinni við 6 km langa vík og kastalafjallið La Mola skýlir höfninni. Hús bæjarins minna á ensk yfirráð og flugvöllurinn er 5 km suðvestan hans.

Það er áhugavert að kíkja á Fornminjasafnið (Museo Arqueológico).  Tíu km sunnan bæjarins er höfðinn Punta Prima með góðri baðströnd.  Ciudadela á vesturströndinni er fyrrum höfuðstaður eyjarinnar.  Þar er biskupssetur og gotnesk kirkja, sem byrjað var að byggja árið 1287 auk margra herragarða.  Í nágrenni bæjarins er fjöldi vinsælla baðstranda, einnig við Santa Galdana og Santo Tomás á suðurströndinni og í Arenal d’en Castell, sem er við skógi vaxna vík á norðurströndinni.

Mynd:  Talati de Dalt.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM