Valensía er sjálfstjórnarhérað og fyrrum konungsríki á Suðvestur-Spáni.
Það nær yfir sýslurnar Valencia, Alicante og Castellón. Höfuðborgin er
Valensía. Þegar kalífaríkið Córdoba leystist upp á 11. öld, varð
Valensía sjálfstætt konungsríki. Í lok aldarinnar náðu almoravídar
völdunum en árið 1094 náði þjóðhetjan El Cid því undir sig. Eftir lát
hans 1099 neyddist ekkja hans að láta márunum eftir völdin á ný. Árið
1238 náðu kristnir menn aftur völdum í Valensíu, þegar James I af Aragón
lagði hana undir sig. Valensía var áfram sjálfstæð til 1319, þótt hún
tilheyrði konungum Aragón. Heildarflatarmál héraðsins er 8998 km2
og áætlaður íbúafjöldi árið 1986 var 3.772.000. |