Mallorca Spánn,

Áhugaverðir staðir . . Mynd:  Palma

MALLORKA
BALEAREYJAR - SPÁNN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

**Mallorca er stærst Baleareyja og fjölsóttust af ferðamönnum.  Flatarmál hennar er 3660 km² og íbúafjöldinn u.þ.b. 430 þúsund.  Í norðvestri eru löng og skógi vaxin Sierra del Nortefjöllin (1445m), sem teygjast til austurs að Sierra del Levantefjöllum (562m).  Milli þessara fjalllenda skerast úr norðaustri firðirnir Allcudia og Pollensa og úr suðvestri Palmafjörður.  Áveitur, drifnar vindmyllum, veita vatni á akra og aldingarða.

*Palma de Mallorca er höfuðstaður Baleareyja.  Þar eru margar hallir, biskupssetur og háskóli frá 1967.  Borgin stendur við hinn 20 km Langa Palmafjörð.  Niðri við höfn er *Lonja, gamla kauphöllin, sem var byggð á 15. öld og ríkulega skreytt höggmyndum.  Við hliðina á henni er Consulado del Mar.  Lítið eitt norðar, við Calle de Apuntadores er Listhúsið (Mansión del Arte) með eirstungum eftir Goya, verkum Picassos o.fl.  Avenida Antonio Maura liggur frá höfninni að háreistri dómkirkjunni.

La Seo (1230), sem er stórkostleg bygging.  Bygging hennar hófst í snemmgotneskum stíl en henni var ekki lokið fyrr en á 17. öld.  Hún er 120 m löng, 56 m breið og 44 m há (innri mál).  Á vesturhlið hennar er skrautleg rósetta, sem var endurnýjuð á 19. öld.  Suðurhliðin var ríkulega skreytt á 14. öld og þaðan er gott útsýni.  Innrýmið er prýtt steindum gluggum og nokkrum kapellum og í gamla skrúðhúsinu er varðveitt stórt safn helgigripa.  Gotnesk viðbygging háreists klukkuturnsins heitir Casa de la Almoina.

Austan kirkjunnar er Biskupahöllin með samnefndu safni.

Vestan hennar er
Palacio de la Almudaina, fyrrum setur márískra höfðingja og kristinna konunga, þar sem er listasafn í suðurálmunni og Capilla de Santa Ana í hallargarðinum.

Norðan Plaza de la Reina er
Paseo del Borne, lífleg gata með fjölda kaffi- og veitingahúsa, klúbbhúsa og Palacio Morell (1763).

Austan norðurenda Borne er
Teatro Principal (1860; nýlega endurnýjað) og lengra, við Via Roma er Rambla prýdd trjám.

Við suðurenda hennar er
Plaza Mayor (verzlanaklasi og bílageymsla undir torginu).

Þaðan liggur Calle San Miguel að
San Miguel kirkjunni, fyrrum mosku.  

Suðvestan Plaza Mayor er Ayuntamiento (ráðhúsið; endurreisnarstíll).

Lítið eitt austar er gotneska kirkjan
Santa Eulalia og San Francisco kirkjan (1281-1317) með forhlið í platerískum barokstíll, legsteini skólaspekingsins Raymundus Llullus (1232-1315) og skrautlegum síðgotneskum krossgöngum.

Palacio Vivot (18. öld) er við Santa Eulalia.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM