San Sebastian Spánn,


SAN SEBASTIAN
SPÁNN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

San Sebastián, höfuðborg Guipúzcoahéraðs við Biscayaflóa í baskahéruðunum á Norður-Spáni, er mikilvæg fiskiborg og fjölsóttur ferðamannastaður með góðum ströndum (La Concha).  Helztu framleiðsluvörur borgarinnar eru raftæki, sement og matvæli.

Borgin var stofnuð 1524 á sendnum granda við rætur klettahæðarinnar Monte Urgull, sem er krýnd 16. aldar virkinu La Mota.  Nýju borgarhlutarnir teygjast inn í landið meðfram árbökkunum.  Í borginni er eitthvert mikilvægasta listasafns landsins og Miramarhöllin, fyrrum sumarsetur konunganna.  Í borginni er tækniháskóli og tónlistarhöll.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var u.þ.b. 170 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM