Cádiz er
höfuđ- og ađalhafnarborg sjálfstjórnarhérađsins Andalúsíu í
suđausturhluta Spánar. Borgin stendur á löngum og
mjóum skaga, sem teygist út í Cádizflóa viđ Atlantshafiđ.
Ţessi 9˝-11 km breiđa borg er umlukin sjó ađ mestu leyti en
varin ágangi hans međ múrum. Ţegar fönikískir kaupmenn
frá Tyre stofnuđu borgina í kringum aldamótin 1100 f.Kr.,
nefndu ţeir hana Gadir. Karţagómenn lögđu hana undir
sig í kringum 501 f.Kr. Styrkum
stođum var skotiđ undir veru Fönikíumanna í borginni međ uppgötvun
tveggja líkkistna á mismunandi stöđum í borginni. Í lok annarrar
púnversku styrjaldanna gafst borgin upp fyrir Rómverjum og dafnađi upp
frá ţví.
Eitthvert beztvarđveitta leikhús á Spáni frá rómverskum tíma fannst í
úthverfinu Pópolo áriđ 1980. Á 5. öld eyđilögđu vísigotar
borgina. Márar réđu borginni, sem ţeir kölluđu Jazirat Qadis, á
tímabilinu 711-1262, ţegar hún féll fyrir Alfonso af Kastilíu og
endurbyggđ.
Hagur borgarinnar fór ađ dafna á ný eftir fund Ameríku 1492
og hún varđ miđstöđ flotans, sem flutti verđmćti frá Ameríku til Spánar.
Á sextándu öldinni tókst ađ verja hana gegn endurteknum árásum
sjórćningja frá „Barbaríinu” (löndum Norđur-Afríku vestan Egyptalands).
Áriđ 1587 kveikti floti Sir Francis Drake í hafnarmannvirkjunum. Eftir
ađ hafa veriđ umsetin árin 1797-98 og orđiđ fyrir sprengjuárásum Breta
áriđ 1800 var borgin hersetin Frökkum á árunum 1810-12 og höfuđborg
Spánar á ţví tímabili. Spćnska ţingiđ (Cortes) kom ţar saman og
fjallađi um frjálslynda stjórnarskrá í marz 1812, sem leiddi til
uppreisnarinnar áriđ 1820.
Missir amerísku nýlendnanna var reiđarslag fyrir viđskiptin í
Cádiz, sem náđi sér aldrei upp úr lćgđinni. Hnignunin jókst í
Spćnsk-ameríska stríđinu og úreltra hafnarmannvirkja. Eftir aldamótin
1900 voru mannvirki hafnarinnar bćtt verulega og borgin fór ađeins ađ
rétta úr kútnum. Í borgarastyrjöldinni (1936-39) féll borgin fljótlega
ţjóđernissinnum í hendur og ţangađ var fluttur liđsauki og vopn frá
Spćnska-Marokkó. Áriđ 1947 urđu miklar skemmdir á mannvirkjum vegna
mikillar sprengingar í vopnabúri sjóhersins.
Iđnţróun í borginni er takmörkuđ en mikilvćgar
skipasmíđastöđvar fyrir sjóherinn og kaupskipaflotann auk margs konar
verksmiđja og túnfisksmiđa fyrir ströndinni eru lífćđar hennar. Höfnin
ţjónar ađallega kaupskipum, sem flytja farma vín (ađallega sérrí) frá
Jerez de la Frontera, salt, ólífur, fíkjur, kork og saltfis frá borginni
og kol, járn og vélbúnađ, timbur, korn, kaffi og matvćli til hennar.
Nokkur skipafélög stunda reglulegar siglingar til og frá borginni og
umferđ farţegaskipa er mikilvćg. Herflugvöllur og spćnsk-bandarísk
herstöđ eru í grenninni.
Áberandi kennileiti: Gamla dómkirkjan (Alfonso X af Kastilíu
1252-84; endurbyggđ eftir 1596) og Barokdómkirkjan (1722-1838), ţar sem
tónskáldiđ Manuel de Falla (1876-1946) er grafinn. Borgin er auđug af
verđmćtum listaverkum. Önnur áberandi kennileigi eru m.a. kastalarnir San Sebastián og
Santa Katalína, fjöldi safna merkjaturninn Torre de Vigía (30 m) í miđri
borginni. Áćtlađur íbúafjöldi áriđ 1982 var rúmlega 146 ţúsund. |