Kanaríeyjar eru fyrir vesturströnd
Afríku í Atlantshafi.
Þar eru sjö stórar eyjar og fjöldi annarra minni í jaðri
hitabeltisins.
Eyjaklasinn skiptist í tvö spænsk héruð, Las Palmas með Gran Canaria,
Fuerteventura og Lanzarote og Santa Cruz de Tenerife með Tenerife, La
Palma, Gomera og Hierro.
Frumbyggjarnir, guanch, voru hávaxnir og hvítir á hörund.
Fyrst bjuggu þeir í hellum í klettum með ströndum fram og síðar í
hringlaga byggðum. Árið
1402 hófu íbúar Kastilíu landnám á eyjunum og eftir ítrekuð átök við
frumbyggjana lauk þeim árið 1496 á Tenerife.
Fyrsta könnunarferð Kólumbusar hófst, þegar hann lagði úr höfn á
Gomera. Verzlun og viðskipti fóru að blómstra eftir að Spánverjar
stofnuðu fríhafnir á eyjunum á 19. öld og hagstætt loftslagið laðaði
til sín æ fleiri ferðamenn. |