Gomera (378 km²) er
næstum hringlaga og ríkulega vaxin gróðri.
Í miðju hennar er fjallgarðurinn Alto de Garajonay (1375m).
Höfuðstaðurinn er fallegi bærinn San Sebastián, þar sem Kólumbus
hlóð skip sín og undirbjó þau til ferðar vestur um haf. Hann hlýddi á messu í La Asunción kirkjunni áður en
hann leysti landfestar. Greifatturninn,
Torre del Conde, er söguleg bygging frá 16. öld.
Allt um kring eru frábærar baðstrendur og kristaltært hafið. |