Gran
Canaria er þriðja stærsta eyja Kanaríeyjaklasans (1532 km²),
Tenerife og Fuerteventura eru stærri.
Einkennandi fyrir eyjuna eru gljúfrin, sem kljúfa hana úr tæplega
2000 m hæð niður að sjávarmáli.
Hún er næstum hringlanga og hæsti punktur hennar er Pozo de
las Nieves, 1949 m. Með ströndum fram er urmull af gylltum sandströndum,
þ.á.m. Enska ströndin (Playa del Iglés), sem er 2,7 km löng og
Maspalomas 6 km.
*Las
Palmas er stærsta borg eyjaklasans og héraðshöfuðborg.
Kaupskipahöfn hennar er Puerto de la Luz og virkið Castillo de
la Luz (1492) var henni til varnar.
Hinum megin í borginni er *Playa de las Canteras (3 km) með
veitingahúsum, hótelum o.fl. Skammt
sunnar, við hafnargarðinn, er *Parque de Santa Catalina.
Garðaborgin, Ciudad Jardín, er aðeins sunnar sé haldið áfram
framhjá playa de las Alcaravaneras.
Hann státar af fallegum húsum, Pueblo Canario og Néstorsafninu
(verk málarans). Rétt hjá
er hið þekkta hótel Catalina með Doramasgarðinum og dýragarðinum.
Þar er fjöldi gamalla drekatrjáa.
Enn sunnar er gamli bæjarhlutinn, Vegueta, og Santa Ana dómkirkjan,
sem er gotnesk bygging frá 1570. Í
henni er barokaltari, helgigripir í skrúðhúsinu, falleg bogagöng
o.fl. Útsýni er gott frá turnunum.
Kanarísafnið geymir marga muni frá tímum guanchfólksins.
Casa de Colón, Kólumbusarhúsið, þar sem hann bjó áður en
hann hélt yfir hafið, er aðeins norðan dómkirkjunnar.
Það er prýtt fallegri forhlið og innréttingum auk
listasafns. Þaðan er
stutt kapellunnar Ermita San Antonio Abad frá 15. öld (endurnýjuð á
18.öld).
Bærinn
Telde (116m) er 14 km sunnan Las Palmas í fjósömu ávaxtahéraði.
Þar eru Santo Cristo og San Juan Bautista kirkjurnar.
Í hinni síðarnefndu er flæmsk-gotneskt, útskorið altari,
sem er mesti dýrgripur eyjarinnar.
Tara er í næsta nágrenni.
Þar eru áhugaverðir hellar með minjum um búsetu
frumbyggjanna eins og í Cuatro Puertas, sem þeir álitu heilagt fjall.
Leiðin
milli Telde og Tejeda (958m) er 45 km.
Tejeda er miðpunktur eyjarinnar.
Rétt hjá bænum er Roque Nublo með Cruz Tejeda (Parador).
Agülmes
(259m) er orlofsstaður með góðum baðströndum 16 km sunnan Telde.
Leiðin þaðan til San Bartolomé de Tirajana (22 km), sem er í
gígskál og umkringd hæstu tindum eyjarinnar, liggur um bugðótta
vegi.
Orlofsstaðurinn San Agustin er 48 km sunnan Las Palmas eftir strandveginum C-812.
Nærri honum eru strendurnar Playa de San Agustin og Playa del
Inglés. U.þ.b. 10 km
lengra er Maspalomas með pálmum skrýddri strönd.
Lystiskipahöfnin er í Pasito Bianco, 2 km vestar. |