Lanzarote
(795 km²) er austasta eyja Kanaríeyjaklasans.
Landslag hennar mótast af eldgosum á 17. og 18. öld og margir
líkja henni við tunglið.
Höfuðstaður hennar er Arrecife og yfir henn gnæfa tveir
kastalar, Castillo San Gabriel og Castillo San José.
Þar eru fallegar, gamlar götur og markaðstorg prýtt bogagöngum.
Á suðvesturhlutanum er Montañas del Fuego, Eldfjöll, með rúmlega
300 keilulöguðum gígum.
Þar er hægt að ferðast um á drómedörum og útsýni er frábært
frá Refugio.
Mynd: Arrecife. |