Guadalquivir Spánn,


GUADALQUIVIR
SPÁNN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Guadalquivir er 602 km löng á á Suður-Spáni, sem rennur að mestu í suðvesturátt til Sanlúcar de Barrameda, þar sem hún hverfur í Cádizflóa (Atlantshaf).  Eftir leið sína gegnum héruðin Jaén, Córdoba og Sevilla myndar hún 16 km mörk milli héraðanna Huelva og Cádiz.  Á 64 km löngu svæði milli borgarinnar Coria del Río og ósanna fellur hún um sjávarfallasvæðið Marismas.  Hún er að mestu dragá, sem fær regnvatn á veturna og leysingavatn frá Sierra Nevada-fjöllum á sumrin, þannig að litlar breytingar verða á vatnsborði hennar árið um kring.  Vatn hennar er notað til áveitna og raforkuframleiðslu.  Á márískum tímum var hún skipgeng til Córdoba en núorðið hindrar set för skipa, þannig að þau komast aðeins 80 km leið til Sevilla.  Nafn hennar, sem hún fékk á 8. öld, er dregið af arabíska nafninu Wadi al_kabir (Stórá).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM