Santiago de
Compostela er höfuðborg sjálfstæða sveitarfélagsins Galisíu á
Norðvestur-Spáni. Byggingu rómönsku dómkirkjunnar í borginni var lokið
árið 1211 á gröf heilags Jakobs,
þjóðardýrlings Spánverja, sem fannst á 9. öld. Upp frá því
varð Santiago de Compostela annar mikilvægasti pílagrímastaður Evrópu á
eftir Róm og hinn þriðji eftir Jerrúsalem. Borgin, sem þróaðist umhverfis gröfina, féll í hendur mára
og var eyðilögð árið 997 en endurbyggð síðar á miðöldum. Íbúar
borgarinnar byggja afkomu sína á landbúnaði, silfursmíði, tréskurði og
framleiðslu hördúks og pappírs auk þjónustu við
ferðamenn. Á
12. öld var kominn vegur frá Pýreneafjöllum til Santiago með brúm og
sæluhúsum. Pílagrímar hvaðanæva úr Evrópu hafa síðan hitzt við
upphaf hans. Þessi vegur á merkilega sögu og við hann er fjöldi
sögustaða og merkra minja.
Í borginni eru nokkrir miðskólar og
háskóli. Áætlaður íbúafjöldi árið 2001 var rúmlega 90 þúsund. |