Barcelona Spánn,


La Sagrada Familia, Gaudi.


Casa Battló, Gaudi.


BARCELONA
SPÁNN

.

.

Utanríkisrnt.

Barcelona er við sjávarmál.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 2 milljónir.  Barcelona er gömul og ný höfuðborg Katalóníu.  Hún er háskólaborg og biskupssetur og er önnur mikilvægasta borg landsins á eftir Madrid.  Fyrsta iðnvædda borgin og fyrsti verzlunarstaður landsins.  Ein stærsta hafnarborgin á Spáni og allra Miðjarðarhafslanda.  Mikilvæg miðstöð flugsamgangna.  Borgin er á strandlengju, sem smáhækkar upp í Tibibabofjöll.  Mikil grænmetis- og ávaxtarækt umhverfis borgina.  Barcelona hét fyrst á íberísku 'Barcino' og til viðbótar 'Lulia Faventia' undir Ágústusi keisara.  Vestgotar hernámu 'Barcinona' 414-531 og gerðu hana að höfuðborg sinni.  Márar náðu henni (Bardschaluna) 716 og Lúðvík I árið 801.  Frá 874 voru Barcelonagreifar sjálfstæðir.  Um þetta leyti og á meðan Katalónía og Aragónía voru sameinuð, var Barcelona ásamt Genúa og Feneyjum mikilvægasta hafnar- og verzlunarborgin við Miðjarðarhaf.  Frakkar réðust inn í borgina árið 1714 og eyðilögðu hana að mestu leyti.  Karl III gaf verzlun við Ameríku frjálsa árið 1778 og Barcelona blómstraði á ný og náði áhrifum aftur við Miðjarðarhafið á 19. öld.  Í spænsku borgarastyrjöldinni 1936-39 laut borgin lýðveldissinnum.

Við höfnina er 60 m hátt minnismerki um Kolumbus og seglskipið Santa Maria, sem hann sigldi á til Ameríku 1492.

Skoðunarvert
*Santa Maria del Mar
, gotnesk frá 1329-83.  Picassosafnið, opnað 1963.

**Dómkirkjan Santa Cruz eða Santa Eulalia frá 1298.  Kúpli lokið 1913.

*Barrio Gótico, gotneska hverfið, leifar gamla bæjarins umhverfis dómkirkjuna.

*Katalónska listasafnið.

*Pueblo Españo
l, hverfi með einkennandi húsum fyrir spænsku héruðin, sem byggt var fyrir heimssýninguna 1929.  Söfn og verzlanir.

**Templo de la Sagrada Familia.  Bygging hófst 1882 eftir teikningum Antonio Gaudí í nýkatalónskum stíl.  Kirkjan var og er byggð fyrir söfunarfé.  Turnar 100 og 110 m háir og kúpull verður 160 m hár.  Hinn 7. nóvember 2010 vígði Benedikt 16., páfi, kirkjuna.  Byggingu hennar lýkur ekki fyrr en árið 2026.

** Casa Battló, Gaudihúsið.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM