Kastilía Spánn,


KASTILÍA
SPÁNN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Kastilía er fyrrum konungsríki á Norður-Spáni, sem átti sitt blómaskeið á síðmiðöldum.  Þá náði það frá Biskayaflóa suður til Andalúsíu og yfir miðhluta Íberíuskagans.  Gamla Kastilía, sem fékk nafn sitt af miklum fjölda kastala á landamærum sínum til varnar márum, var undir stjórn konunga Asturias og León frá 8. öld til 1037, þegar Ferdinand I stofnaði sameinað konungsríki Kastilíu og León.  Árið 1058 hóf hann hið fyrsta af fjölda stríða gegn márum og náði undir sig svæði, sem fékk nafnið Nýja-Kastilía.  Landvinningar héldu áfram, einkum undir stjórn Alfonso VI (1065-1109) og Alfonso (1126-1157).  Á valdatíma Alfonso X dafnaði menning en síðan kom tímabil ófriðar innanlands.  Árið 1469 sameinuðust konungsríkin Aragon og Kastilía við hjónaband Ferdinands II (síðar Ferdinand V af Kastilíu) og Ísabellu I af Kastilíu og síðar allur Spánn.

Nú á dögum nær nafnið Kastilía yfir tvö sjálfstjórnarhéruð, Kastilíu-La Mancha og Kastilíu-León.  Hið fyrrnefnda, með höfuðborginni Toledo, nær yfir sýslurnar Albacete, Ciudad Real, Cuenca, Guadalajara og Toledo (heildarflatarmál 79.226 km2 og áætluðum íbúafjölda 1,665.000 árið 1986).  Kastilía-León, með höfuðborgina Valladolid, nær yfir sýslurnar Ávila, Burgos, León, Palencia, Salamanca, Segovia, Soria, Valladolid og Zamora (heilfarflatarmál 94.147 km2 og áætluðum íbúafjölda 2,600.000 árið 1986).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM