Huelva Spánn,


HUELVA
SPÁNN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Huelva er höfuðstaður samnefndrar sýslu í sjálfstjórnarhéraðinu Andalúsíu á Suðvestur-Spáni.  Borgin er á vesturströnd skaga, sem myndaðist í ósum ánna Odiel og Tinto, sem falla til Cádizflóa við Atlantshafið nærri portúgölsku landamærunum.  Upphaflega var þarna verzlunarstaður Karþagómanna og síðar rómverska nýlendan Onuba.  Gamli, rómverski vatnsveitustokkurinn var gerður upp og sér borginni fyrir neyzluvatni.  Márar lögðu borgina undir sig en Alfonso X, hinn vitri, af Kastilíu náði henni úr höndum þeirra árið 1257.  Risastyttan af Kristófer Kólumbusi (34m) var reist árið 1892 í fjögurra alda minningu landafundanna í vestri.  Fyrsta ferð hans hófst og endaði í nærliggjandi þorpi, Palos de la Frontera.  Kólumbus bjó í Fransiskanaklaustrinu La Rábida (nú sumarháskóli) eftir að John II, konungur, hafði hafnað upprunalegum áætlunum hans árið 1484.

Þegar farið var að nýta hinar þekktu koparnámur, Riotinto, betur eftir 1872, fór hagur borgarinnar að dafna.  Miklir hráefnaflutningar fara um höfnina í Huelva en hún er einnig mikilvæg fyrir fiskveiðar og vinnslu og útflutning kornvöru, vínberja, ólífna og korks.  Járnbrautir eru notaðar til að koma hrákoparnum frá námunum til hafnarinnar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1994 var rúmlega 145 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM