Zaragoza Spánn,


ZARAGOZA
SPÁNN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Zaragoza er höfuđborg samnefndrar sýslu í sjálfstjórnarhérađinu Aragon á Norđaustur-Spáni á suđurbakka árinnar Ebro.  Í lok 1. aldar f.Kr. lögđu Rómverjar undir sig keltíberísku borgina Salduba á ţessu landsvćđi.  Ţar komu ţeir sér upp nýlendu á dögum Ágústus keisara og gáfu henni nafn hans (arabíska = Saragustah), sem núverandi nafn er dregiđ af.  Borgin var miđstöđ verzlunar og herstöđ í Ebrodalnum og íbúar hennar voru međal fyrstu borgarbúa á Spáni, sem tóku kristni og höfđu sinn eiginn biskup um miđja 3. öld.  áriđ 380 fordćmdi kirkjuţing kenningar Priscillianista um algera höfnun holdlegra nautna.  Svabar náđu borginni á sitt vald og síđar vísigotar (5. öld) og márar áriđ 714.  áriđ 778 sátu herir Karls mikla, Frankakonungs, um borgina.  Hann varđ ađ hverfa brott vegna uppreisnar saxa í ríki hans.  Eftir ađ Almoravídar náđu borginni áriđ 1110 gekk hún í greipar Alfonso I af Aragon áriđ 1118.  Ţá naut hún ţriggja og hálfrar aldar velmegunar sem höfuđborg Aragon.  Í Íberíustríđinu áunnu borgarbúar sér orđ fyrir hetjulega andspyrnu undir forystu José de Palafox y Melzi, hershöfđingja, í löngu umsátri (1808-09) Frakka, sem náđu borginni ađ lokum undir sig.  Međal varnarmanna var María Augustín, Mćrin af Zaragoza.  Lord Byron lýsir afrekum hennar í ljóđi sínu Childe Harold.

Zaragoza er erkibiskupssetur međ tvćr dómkirkjur, hina gömlu Catedral de La Seo eđa Catedral del Salvador, sem er ađ mestu gotnesk bygging (1119-1520) međ leifum fyrri, rómverskrar kirkju, sem var byggđ á grunni fyrstu moskunnar á Spáni.  Nýja dómkirkjan, Catedral Nuestra Senora del Pilar, er helguđ jómfrúnni á súlunni, sem er verndardýrlingur Spánar.  Hún er minningarkirkja um svip heilagrar Maríu, sem birtist 2. janúar áriđ 40 standandi á súlu til heiđurs heilögum James mikla, sem er grafinn í Santiago de Compostela.  Bygging dómkirkjunnar hófst áriđ 1681 eftir teikningum Francisco Herrera yngri (El Mozo) og í henni eru nokkrar freskur eftir Goya.  Fjórtándu aldar kirkjurnar San Pablo og Magndalena og endurreisnarkirkjan Santa Engracia eru einnig áhugaverđar.  Ađrar merkar byggingar eru m.a. La Lonja, kauphöllin, í platerísk-gotneskum stíl, Höll furstanna af Luna (1537; nú dómstóll) og 17. aldar höllin Condes de Sásago y Argillo.  Aljaferíahöllin vestan borgarinnar hýsir hvelfdan tónlistarsal og turn hennar er eitthvert beztvarđveitta dćmiđ um arabíska byggingarlist á Spáni.  Háskóli borgarinnar var stofnađur 1474.  Lćknadeild hans er víđkunn en byggingar skólans eru yngri en stofnáriđ gefur til kynna.

Zaragoza er miđstöđ iđnađar og ţar eru árlegar kaupstefnur, sem eru opnađar 12. október.  Iđnvćđing borgarinnar jókst viđ byggingu vatnsorkuvera í Aragónísku-Pyreneafjöllum og eftir tengingu viđ olíuleiđsluna frá Rota (í grennd viđ Cádiz).  Borgin er einnig mikilvćg miđstöđ samgangna (járnbrautir) og verzlunar međ landbúnađarafurđir af frjósömu áveitusvćđi (Canal Imperial, Ebro, Huerta og Gállego).  Áćtlađur íbúafjöldi áriđ 1982 var rúmlega 600 ţúsund.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM