Bilbao Spánn,


BILBAO
SPÁNN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Bilbao er hafnarborg við Nervión-ána við Biscayaflóa í baskahéruðum Norður-Spánar.  Gamli bærinn er á hægri árbakkanum og nýrri hlutinn, allt frá lokum 19. aldar, á hinum vinstri.  Nokkrar brýr tengja borgarhlutana.  Nokkrar járnbrautir liggja til og frá borginni auk þjóðvega og alþjóðaflugvallar.  Bilbao er ein aðalmiðstöðva iðnaðar á Spáni á mikilvægu járnnámusvæði.  Þar er talsvert smíðað af skipum, og framleiðslan byggist aðallega á sementi, efnavöru, matvælum, járni og stáli, vélbúnaði, pappír og vefnaðarvöru.  Um höfn borgarinnar fer mikið af járngrýti, korni og víni.  Mest er flutt inn af kolum og timbre.  Semana Grande er mikil nautaatshátíð, sem er haldin í ágúst ár hvert.

Meðal margra athyglisverðra kirkna borgarinnar er Santiago (gotnesk; 14. öld).  Þarna eru nokkur söfn, sem sýna forngripi úr sögu baska og samtíma listasöfn.  Deusto-háskólinn var stofnaður 1886.  Miguel de Unamuno y Jugo, rithöfundur og heimspekingur, fæddist í Bilbao.

Borgin var stofnuð árið 1300.  Hún naut velvildar margra valdamanna og varð fljótlega aðalhafnarborg Spánar.  Á 17. og 18. öld seig á ógæfuhliðina en á 19. öldinni óx eftirspurn eftir járngrýti og stáli um alla Evrópu og vegur hennar óx á ný.  Borgarbúar stóðust tvenn umsátur Karlista 1835-36 og 1874.  Í spænsku borgarastyrjöldinni (1936-39) var Bilbao höfuðborg skammlífs, sjálfstæðs ríkis baska undir stjórn konungssinna.  Gamli bærinn skemmdist mikið í flóði árið 1983 en var endurbyggður.  Árið 1991 var áætlaður íbúafjöldi 370 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM