Santander Spánn,


SANTANDER
SPÁNN

.

.

Utanríkisrnt.

Santander er höfuðborg Kantabríuhérðas við Biscayaflóa á Norður-Spáni.  Borgin hefur stóra höfn og er meðal aðaliðnaðarborga norðanlands og vinsæll ferðamannastaður.  Aðalútflutningsvaran er hálfunnið járn frá nálægum námum og járnbræðslum í borginni.  Einnig er talsvert framleitt af matvælum, skipum, málmvörum, pappír og gleri.  Santander var aðalhafnarborg miðaldakonungsríkisins Kastilíu og í gamla borgarhlutanum stendur 13. aldar, gotnesk dómkirkja.  Háskóli borgarinnar var stofnaður 1972.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var u.þ.b. 190 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM