Stjórnarsetur:
Kíev. Flatarmál:
603.700 km². Fólksfjöldi:
51,7 milljónir, Úkraínumenn 70,6%, Rússar 20,3%, Hvítrússar 0,8%,
Moldavar 0,6%, Pólverjar 0,5%, aðrir 7,2%.
Iðnaður
er mikilvæg atvinnugrein, því að bæði er þar að finna kol og önnur
verðmæt jarðefni.
Frjósamar
sléttur eru víðlendar og henta vel til ræktunar hveitis.
Sænskir
víkingar ögðu hluta
landsins undir sig á 9. öld og stofnuðu borgríkið Kænugarð (Kíev).
Undir stjórn St. Bladímírs náði ríki það langt í norður og
vestur, unz tatarar stöðvuðu útþenslu þess
með mikilli innrás
1237-41. Einnig þrengdu Pólland
og Litháen að Úkraínu eftir sameininguna 1386
og landið minnkaði
stöðugt úr þeirri átt.Á
síðari hluta 17. aldar komst austurhluti Úkraínu aftur undir yfirráð
Rússa og eftir skiptingu Póllands 1772-95 náðu þeir mestu því,
sem eftir var af Úkraínu, en Austurríkismenn fengu Galisíu.
.
|