Sevastopol' Úkraína,
Flag of Ukraine


SEVASTOPOL'
ÚKRAÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Borgin Sevastopol', (Sebastopol) stendur viđ vík á Krímskaga viđ Svartahafiđ.  Ţar er flotastöđ Svartahafsflota Rússa og Úkraínumanna og hafskipahöfn.  Mikiđ er um skipasmíđar og framleiđslu matvćla.  Í grennd viđ Sevastopol’ eru rústir grískrar nýlendu, Chersonesus, frá 5. öld f.Kr., sem síđar lenti í höndum Rómverja, Býzans og Genúa.  Á 14. öld bjuggu tatarar á svćđinu (Akhtiar).  Eftir ađ Rússar fengu yfirráđ yfir Krímsvćđinu 1783 lét Katrín mikla reisa ţar velvíggirta flotastöđ, sem fékk nafniđ Sevastopol.  Í Krímstríđinu stóđst borgin 11 mánađa umsátur (1854-55) en varđ fyrir miklum skemmdum. 

Á árunum 1918-20 voru ţarna höfuđstöđvar hvítrússneska hersins undir stjórn Baron P. N. Wrangel.  Í síđari heimsstyrjöldinni hernámu ţýzkar og rúmenskar hersveitir borgina (1942) eftir 9 mánađa umsátur.  Sovézki herinn náđi henni aftur 1944.

Í kjölfar hruns Sovétríkjanna 1991 kröfđust Rússar og Úkraínumenn yfirráđa yfir Svartahafsflotanum í Sevastopol.  Samningar um sameiginlega stjórn flotans til 1995 tókust 1992.  Ađ ţeim tíma liđnum skyldi flotanum skipt milli ríkjanna.  Ţrátt fyrir samningana, ríkti spenna milli ađila vegna ásakana um brot á samningunum.  Áćtlađur íbúafjöldi áriđ 1991 var rúmlega 366 ţúsund.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM