Zhytomyr (Zhitomir) við Teterevána er höfuðborg samnefnds héraðs í
Norður-Úkraínu. Hún er á stóru landbúnaðarsvæði og miðstöð verzlunar
með timbur og kornvöru. Þar eru líka framleidd húsgögn og hördúkur.
Landbúnaðarskóli er í borginni. Hún var stofnuð á 9. öld. Árið 1320
fengu Litháar yfirráðin, Pólverjar árið 1569 og Rússar 1793. Áætlaður
íbúafjöldi árið 1991 var 298 þúsund. |