Chernivtsi Úkraína,
Flag of Ukraine


CHERNIVTSI
ÚKRAÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Chernivtsi er höfuðborg samnefnds héraðs í Suðvestur-Úkraníu og miðstöð járnbrauta við Prutána í grennd við landamæri Rúmeníu.  Borgin er við rætur Karpatafjalla og framleiðir m.a. efnavöru, vefnaðarvöru, matvæli og vélbúnað.  Þarna er háskóli og læknaskóli.  Þegar á 15. öld var hún mikilvæg borg í Bukovinu og í höndum Austurríkismanna á tímabilinu 1775-1918, þegar henni var skilað til Rúmena.  Frá 1940, þegar Sovétríkin innlimuðu hana ásamt Norður-Bukovinu, til 1991 var borgin hluti af Úkraínu.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 257 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM