Kharkiv Úkraína,
Flag of Ukraine


KHARKIV
ÚKRAÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Kharkiv, höfuðborg samnefnds héraðs í Austur-Úkraínu, er við ármót Kharkiv-, Lopan- og Udy ánna.  Hún er miðstöð iðnaðar og flutninga í grennd við auðugar kolanámur í Donetslægðinni og tengist járnnámunum í Kryvyy Rih með járnbrautum.  Framleiðsla borgarinnar byggist á vélbúnaði, raftækjum, járnbrautatækjum, efnavöru, vélaverkfærum og matvælum.  Kharkiv er nútímaborg með breiðgötum og stórhýsum.  Meðal sögustaða hennar eru Pokrovskydómkirkjan (19. öld) og klukkuturninn (1812; til minningar um ósigur Napóleons).  Í borginni er hálskóli, rannsóknarstofur og nokkur leikhús og söfn.

Kharkiv var stofnuð árið 1656 sem virki til að vernda Moskvu gegn árásum tatara.  Borgin óx sem verzlunarstaður og menningarmiðstöð og árið 1765 varð hún stjórnsýslumiðstöð Úkraínu.  Þegar nýting hinna miklu auðæfa í jörðu hófst seint á 19. öld, varð hún að miðstöð járnbrauta og iðnaðar.  Í fyrri heimsstyrjöldinni var mikið barizt í borginni, fyrst við Þjóðverja og síðan áttust þar við andstæðar fylkingar í Októberbyltingunni 1917.  Kharkiv var höfuðborg Sovétlýðveldisins Úkraínu á árunum 1920-34, þegar Kænugarður (Kiev) tók við hlutverkinu.  Í síðari heimsstyrjöldinni hernámu Þjóðverjar borgina og ollu þar miklum skemmdum.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 1,6 miljónir.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM