Dnipropetrovs'k er höfuðborg samnefnds héraðs í Mið-Úkraínu og mikil
iðnaðarborg á námusvæði. Hún er einnig miðstöð járnbrautasamgangna og
vatnsflutninga. Járngrýti berzt til borgarinnar frá Kryvyy Rih, kol frá
Donets’k kolalægðinni og mangan frá Nikopol’. Þarna er framleitt stál,
smíðamálmar, byggingarefni, efnavara, járnbrautatæki og vélbúnaður fyrir
landbúnað og námuvinnslu. Borgin státar einnig af ríkisháskóla,
rannsóknarstofum, listasöfnum og sögusöfnum.
Stjórnvitringurinn Grigory A. Potemkin stofnaði borgina árið 1787.
Upprunalegt nafn hennar var Yekaterinoslav til heiðurs Katrínu miklu,
keysaraynju. Núverandi nafn var tekið upp árið 1926. Verklok stórs
vatnsorkuvers við ána Dnepr hröðuðu iðnvæðingu borgarinnar, sem hófst
árið á níunda áratugi 19. aldar með tengingu við járnbrautakerfið. Í
síðari heimsstyrjöldinni hernámu Þjóðverjar borgina (1941-43). Áætlaður
íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 1,2 miljónir. |