Luhans'k Úkraína,
Flag of Ukraine


LUHANS'K,
ÚKRAÍNA


.

.

Utanríkisrnt.

Luhans'k (fyrrum Voroshilovgrad) er borg í Austur-Úkraínu við ármót Luhan og Olkhovaya.  Hún er miðstöð iðnaðar í Donets’k kolalægðinni.  Verksmiðjur borgarinnar framleiða m.a. tæki fyrir járnbrautirnar og námuvinnsluna, matvæli og vélaverkfæri.  Þarna er lækna- og landbúnaðarskóli.  Borgin á rætur að rekja til járnvinnslu, sem hófst þar árið 1795 og verulegur vöxtur hljóp í hana eftir 1890, þegar kolanám hófst í miklum mæli.  Á árunum 1935-58 og 1970-90 bar hún gamla nafnið til heiðurs Sovétleiðtoganum K.Y. Voroshilov.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var 504 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM