Dniprodzerzhyns'k er hafnarborg við Dnepr í
Miðaustur-Úkraínu. Umhverfis hana eru auðugar kola- og
járnnámur og borgin er mikilvæg miðstöð iðnaðar.
Verksmiðjur hennar framleiða m.a. járn og stál, vélbúnað,
sement og efnavöru. Borgin var stofnuð um miðja 18.
öld sem Kamenskoye en fékk núverandi nafn árið 1936.
áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 284 þúsund. |