Yalta
er heilsubótar- og ferðamannastaður á suðurströnd Krímskaga við
Svartahaf í Suður-Úkraínu. Borgin er í skjóli Krímfjalla fyrir köldum
norðanvindum og loftslag er milt. Rússar innlimuðu þetta svæði árið
1783. Snemma á 19. öld varð hin nýstofnaða borg að vinsælum
heislubótarstað rússnesku keisaranna og aðalsmanna. Í febrúar 1975 var
Livadiyahöllin (1911) í grennd borgarinnar vettvangur ráðstefnu
bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni. Áætlaður íbúafjöldi árið 1991
var 89 þúsund. |