Donets'k, fyrrum Stalino, er höfuðborg samnefnds héraðs við Kalmiusána í
Suðaustur-Úkraínu. Hún er stærsta borgin og mesta miðstöð iðnaðar í
Donets’k-lægðinni. Þar er framleitt járn og stál, efnavörur, vélbúnaður,
raftæki og matvæli. Í Donets’k er symfóníuhljómsveit, opera og nokkrir
æðri skólar og rannsóknarstofur. Borgin þróaðist fyrst í kringum
verksmiðjur, sem Skotinn John Hughes fékk að reisa til að framleiða
járnbrautaspor árið 1870. Bærinn var skírður Yuzovka honum til heiðurs.
Vöxtur var mikill í borginni á þriðja áratugi 20. aldar. Í síðari
heimsstyrjöldinni hersátu Þjóðverjar borgina og ollu verulegu tjóni á
henni. Donets’k hét Stalino á árunum 1924-61. Áætlaður íbúafjöldi árið
1990 var rúmlega 1,1 miljón. |