Odesa Úkraína,
Flag of Ukraine


Illinski dómkirkjan


ODESA
ÚKRAÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Odesa (Odessa), höfuðborg samnefnds héraðs við Svartahafið í Miðsuður-Úkraínu, er aðalverslunar- og iðnaðarborg þess, miðstöð járnbrautasamgangna og menningar.  Milt loftslag gerir hana einnig að vinsælum ferðamannastað.  Borgarbúar framleiða m.a. olíuvörur, matvæli, plastvöru, lyf og fatnað.  Þar er háskóli, fjöllistaskóli og læknaskóli, akademía sjóhersins og tónlistahöll, nokkur söfn, leikhús og ópera.  Talið er, að forngrísk nýlenda hafi verið á borgarstæðinu og krímverskir tatarar stunduðu þar verzlun á 14. öld.  Borgin var stofnuð árið 1794 sem varnarstöð sjóhersins á svæði, sem Tyrkir réðu yfir árið 1792.  Snemma á 19. öld var Odesa orðin mikilvæg útflutningsmiðstöð fyrir kornvöru.  Í Krímstríðinu gerðu Frakkar og Bretar sprengjuárásir á borgina.  Árið 1905 varð hún vettvangur uppreisnar verkamanna með stuðningi áhafnarinnar á herskipinu Potemkin.  Miklar skemmdir urðu á borginni í síðari heimsstyrjöldinni, þegar Þjóðverjar og Rúmenar hernámu hana (1941-44) og drápu mikinn fjölda óbreyttra borgara.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var rúmlega 1,1 miljón.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM