Á
víkingaöld (um 800-1050) voru Skandínavar meðal mestu siglingaþjóa
í Evrópu. Þeir sigldu á knörrum og réru langskipum, og fóru ýmist
með ófriði eða stunduðu verzlun. Sums staðar settust þeir um
kyrrt í hernumdum löndum og stofnuðu sjálfstæð víkingaríki. Svíar
herjuðu í austurveg um Eystrasalt, sigldu upp eftir ám og stofnuðu
Garðaríki á Rússlandi; höfuðstaðir voru Hólmgarður og Kænugarður,
sem nú heita Novgorod og Kiev. Danir og Norðmenn fóru í vesturveg,
stofnsettu víkingaríki í kringum Jórvík á Englandi austanverðu,
í Orkneyjum, í kringum Dyflinni á Írlandi og í Normandí á
Frakklandi með höfuðstað í Rúðuborg, nú Rouen. Í þessum löndum
runnu norrænir menn saman við innfædda og týndu smám saman tungu
sinni og þjóðerni. Áhrifa þeirra gætir þó enn víða í örnefnum
og norrænt mál, norn, var talað á skosku eyjunum fram á 18. öld.
Varanlegast varð landnám norrænna manna þar sem þeir hittu fyrir
mannauð eða fábyggð lönd, í Færeyjum, á Íslandi og Grænlandi.
Forn víkingaskip hafa fundist í Noregi og Danmörku, sæmilega varðveitt
í jörðu og sjó. Eftirlíkingar sem gerðar hafa verið í nútíðinni
sanna, hve þau hafa verið góðir farkostir. Stílfærðar myndir í
íslenskum handritum sýna að lag skipanna hefur haldist fram eftir öldum.
Kiev,
Kænugarður, er höfuðborg Úkraínu og Kievhéraðs við ána Dnepr
í Miðnorður-Úrkraínu. Hún
er stærst borga landsins og verksmiðjur hennar framleiða vélbúnað,
vélaverkfæri, efnavöru, farartæki, matvæli, textílvöru, fatnað,
timburvörur og prentað efni. Þarna er líka stór markaður fyrir afurðir bænda á nágrannasvæðum
(korn, ávextir, sykurrófur o.fl.).
Kænugarður er falleg borg með fjölda grænna svæða og garða
auk sögulegra mannvirkja. Borgin
stendur að mestu á hæðum ofan árinnar Dnepr.
Gamli miðbærinn á hægri árbakkanum nær yfir kirkjum prýddar
hæðir og rúsir virkja og borgarmúra.
Nýrri hlutar borgarinnar, sem voru að mestu byggðir eftir síðari
heimsstyrjöldina, eru á vinstri bakkanum.
Undir borginni þeytast neðanjarðarlestir milli staða.
Kænugarður
er meðal veigamestu trúarmiðstöðva Rússlands og þar hafa nokkrar
sögulegar kirkjur staðizt tímans tönn.
Hin merkasta þeirra er Dómkirkja hl. Soffíu (Hagia Sophia; 11.
öld; safn). Hún var að
endurbyggð að mestu á 17. og 18. öld.
Hún er elzta kirkja landsins og er kunn fyrir freskur og mósaíkverk. Hið stóra Perchersky-klaustur (Hellir; 11. öld) er þekkt
fyrir katakombur sínar. Það
er meðal helgustu bygginga austurkirkjunnar í Rússlandi.
Barokkirkja hlþ Andresar og Dómkirkja hl. Valdimars (s.hl. 19.
aldar) eru einnig skoðunarverðar.
Rústir Gullna hliðsins (11. öld), sem var eitt sinn aðalhlið
borgarinnar er áhugavert. Í
borginni er stór háskóli, vísindaakademía, nokkrar rannsóknarstofnanair,
tónlistar- og óperuhús, fjöldi safna auk stórs íþróttaleikvangs.
Kænugarður
er oft kallaður móðir rússneskra borga.
Borgarsvæðið var líklega byggt á fjórðu öld og varð fljótt
að mikilvægum verzlunarstað við aðalsamgönguleiðir.
Árið 882 náðu væringjar henni á sitt vald og gerðu hana að
höfuðborg. Árið 988, þegar
Valdimar I ríkti (Hl. Valdimar), snérust íbúar borgarinnar til rétttrúnaðar
og borgin varð vagga kristninnar og austurkirkjunnar í Rússlandi.
Lega
borgarinnar í grennd við rússnesku landamærin gerði hana eftirsóknarverða
fyrir árásarheri. Mongólar
réðust á hana og eyðilögðu árið 1240 og héldu henni til 1360,
þegar hún féll til Litháens. Árið
1482 réðust tatarar frá Krímskaga á hana og árið 1569 var hún
innlimuð í Pólland. Kósakkar,
undir stjórn Bohdan Khmelnystsky, gerðu uppreisn gegn póskum yfirráðum
og gerðu Kænugarð að höfuðborg hins skammlífa, úkrainska ríkis.
Árið 1686 var borgin lögð undir Rússland.
Á
18. öld var borgin víggirt rækilega og á 19. öld stækkaði hún
sem verzlunarborg og miðstöð iðnaðar.
Þjóðverja náðu henni undir sig í fyrri heimsstyrjöldinni
og þar var mikið barizt á árunum 1917-20 í kjölfar rússnesku
byltingarinnar. Árið 1934
tók Kiev við hlutverki Kharkiy sem höfuðborg Sovétlýðveldisins Úkraínu.
Í síðari heimsstyrjöldinni héldu Þjóðverjar borginni á
árunum 1941-43 og ollu miklum skemmdum.
Næstum 200 þúsund íbúa hennar voru drepnir. Eftir stríðið var borgin endurbyggð og tók aftur stöðu
sína sem ein aðalmiðstöð efnahags- og menningarmála Rússlands. Í kjölfar hruns Sovétríkjanna 1991 varð hún höfuðborg
sjálfstæðs ríkis. Áætlaður
íbúafjöldi 1990 var rúmlega 2,6 milljónir. |