Horlivka er iðnaðarborg í Donets’k kolalægðinni í Austur-Úkraínu, sem
byggðist eftir 1930. Hún er einnig þekkt undir nafninu Gorlovka og
rekur uppruna sinn til námubæjar, sem var hrófað upp á sjöunda tugi 19.
aldar. Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 338 þúsund.