Á
tímabili síðla 18. aldar sundraðist Úkraína á ný en 1893 en 1793
innlimaði Rússland hana að nýju og jafnvel nafn hennar hvarf.
Um miðja næstu öld fór að bera á þjóðernisólgu í
landinu og bar hún þann árangur, að í byrjun þessarar aldar var úkraínska
leyfð að nýju.
Í
júní 1917 var tilkynnt um stofnun fullvalda úkraínska lýðveldisins
og útnefnd ríkisstjórn en kommúnistar í Rússlandi svöruðu með
því að stofna aðra ríkisstjórn úkraínska Sovjetlýðveldisins í
annarri borg.
Allt
stóð í járnum í fyrri heimsstyrjöldinni en Lenín lagði það til
í opnu bréfi til bænda og verkamanna 1919, að Rússland og Úkraína
byndust tryggðaböndum í ríkjasambandi.
Það varð síðla árs 1920.
Árið 1922 var svo gengið frá sambandssáttmála fjögurra lýðvelda,
Rússlands, Hvíta-Rússlands, Úkraínu og Kákasíska lýðveldisins,
sem í voru Armenía, Azerbajdzhan og Georgía.
Innlimunin var fullkomnuð.
En í síðari heimsstyrjöldinni varðist meira en ein milljón
Úkraínu-manna með Þjóðverjum gegn kommúnistaherjum Stalíns.
Úkraína
hefur verið sjálfstæður aðili að Sameinuðu þjóðunum síðar
1945.
Ríkið
er vel í stakk búið til að lifa sjálfstæðu lífi utan ríkjasambandsins,
þótt ekki ríki um það einhugur meðal íbúanna. |