Úkraína íbúarnir,
Flag of Ukraine


ÚKRAÍNA
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Úkraína er næstfjölmennasta land fyrrum Sovétríkjanna á eftir Rússlandi.  Úkraínumenn (72%; Litlu-Rússar), Rússar (22%), Hvítrússar, Moldóvar, Ungverjar, Búlgarar, Pólverjar og tatarar (frá Krím) búa í landinu.  Flestir tataranna voru fluttir nauðugir frá Mið-Asíu árið 1944 vegna þjóðerniskenndar þeirra.Heildaríbúafjöldi landsins árið 1993 var 52,4 miljónir (86,7 manns á hvern km2).  Mestu þéttbýlin er allravestast og austast í landinu en miðbikið er fremur strjálbýlt, nema í og umhverfis Kænugarð (Kiev).  Þéttbýlisbúar eru í kringum 67% þjóðarinnar.  Fólksfjölgunin er fremur lítil.  Síðla á níunda áratugnum var hún hin minnsta í Sovétríkjunum.

Meðallífslíkur frá fæðingu var 66 ár hjá körlum og 75 ár hjá konum snemma á tíunda áratugnum.  Velferðarkerfið frá Sovéttímanum hefur haldið áfram.  Fyrir aldamótin voru 228.900 læknar starfandi í landinu og sjúkrarúm voru 700.300.

Landinu er skipt í 24 stjórnsýslusvæði (héruð), þ.m.t. höfuðborgarhéraðið sem og sjálfstjórnarhéraðið Krím.  Höfuðborgin Kænugarður er stærst borga (2,6 miljónir 1990).  Aðrar borgir eru m.a. Kharkiv (1,6), Dnipropetrovsk (1,2), Donetsk (1,1), Odesa (1,1), L’viv (0,8) og Mariupol (0,5).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM