Úkraína menningin,
Flag of Ukraine


ÚKRAÍNA
MENNING

.

.

Utanríkisrnt.

Úkraína á sér merkilega menningarsögu.  Kænugarður (Kiev) var miðpunktur margra sögulegra viðburða og þróunar rússneskrar menningar.  Þar ber mikið á úkraínskum helgimyndum og byggingarstíl rétttrúnaðarkirkna, þrátt fyrir árásir og niðurrifsstarfsemi Stalíns og nóta hans.  Þjóðsagnahefðin á sér djúpar rætur, sérstaklega í tónlistinni.  Fyrstu bókmenntir Úkraínu, sem eru í rauninni grundvöllur rússneskra bókmennta, rituðu Kænugarðs-Rússar (Rus) á slavnesku gömlu kirkjunnar.  Úkraína þróaðist í eigin átt eftir 13. öld en rithöfundar þjóðarinnar kusu að rita á rússnesku þar til þjóðernisvakning varð síðla á 19. öld.

Meðal merkustu minnismerkja landsins eru 11. aldar dómkirkjan hl. Soffíu (nú safn) og 11. aldar Gullna hliðið í Kænugarði, þar sem er einnig Sögu- og byggingarlistasafnið (Sofiysky), Ríkissögusafnið og Úkraínska listasafnið auk Þjóðarbókhlöðunnar.  Í L’viv og öðrum borgum eru einnig sögusöfn.

Flestir kristnir Úkraínumenn eru í rétttrúnaðarkirkjunni, þótt margir í vesturhluta landsins aðhyllist rómversk-katólsku líkt og ungverskir og pólskir minnihlutahópar.  Nokkuð er um mótmælendur, múslima og gyðinga.

Opinber tunga Úkraínumanna er úkraínska, eitt þriggja austurslavneskra mála, sem eru náskyld rússnesku og hvítrússnesku.  Rússneska er útbreidd, einkum í rússneskum minnihlutahópum.  Ungversku og pólsku bregður fyrir, þar sem fólk af þeim uppruna býr.

Menntun er á tiltölulega háu stigi í Úkraínu og enginn er lengur neyddur til að nota rússnesku sem aðaltungu eftir að landið fékk sjálfstæði 1991.Rússneska er enn notuð í skólum á svæðum rússneskra íbúa.  Snemma á tíunda áratugnum voru 21.400 barnaskólar með 3,9 miljónum nemenda í landinu.  Ríkisháskólar eru í Kænugarði (1918), Kharkiv (1805), Odesa, L’viv (1661), Chemivtsi (1875), Dnipropetrovs’k (1918), Simferopol (1918) og Donets’k (1965).  Snemma á tíunda áratugnum voru 876 þúsund manns í æðri skólum.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM