Úkraína sagan,
Flag of Ukraine


ÚKRAÍNA
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Fornsaga Úkraínu er einnig mikilvæg fyrir sögu Rússlands.  Kænugarður, fyrrum höfuðborg Garðaríkis, var miðstöð furstadæmisins Rus á 11. og 12. öld og borgin er enn þá þekkt undir nafninu „Móðir rússneskra borga”.  Á 13. öld gerðu Tataramongólar innrás og ollu miklu tjóni.  Vesturfurstadæmið í Úkraínu, Galisía, stofnað á 12. öld, varð betur úti í innrásinni og var innlimað í Pólland á 14. öld.  Um það leyti lögðu Litháar Kænugarð og furstadæmið Volhynia undir sig og síðar kósakkar, sem voru í bandalagi við Rússa.  Löndin austan Dnepr voru fengin Rússum í hendur árið 1667, en löngu áður höfðu þeir komizt yfir nokkra hluta Úkraínu. 

Það, sem eftir var af landinu, nema Galisía (hluti Austurrísk-Ungverska keisaradæmisins 1772-1919), var innlimað í rússneska keisaradæmið við aðra skiptingu Póllands árið 1793.  Í fyrri heimsstyrjöldinni, í kjölfar Októberbyltingarinnar 1917, lýsti Úkraína yfir sjálfstæði. 

Íbúar Galisíu, Bukovinu og héraðsins Karpata-Úkraínu, sem voru þegnar Austurríkis, héldu þjóðareinkennum sínum og efldu þjóðernishyggju.  Þeir stofnuðu lýðveldið Austur-Galisíu árið 1918.  Það, sameinað Úkraínu, var innlimað í Sovétríkin.  Ári síðar var Austur-Galisía lögð til Póllands sem verndarsvæði í friðarsamningunum í París.  Í framhaldi af því lýsti Símon Petlyura, leiðtogi stjórnar Úkraínu, stríði gegn Pólverjum.  Samtímis þessu mynduðu kommúnistar aðra ríkisstjórn í landinu og lýstu það hluta Sovétríkjanna.  Árið 1920 neyddust Pólverjar og herir stjórnar Petlyura að snúa bökum saman en voru ekki nógu öflugir til að hindra Sovétstjórnina í að ná völdum í Úkraínu.  Árið 1922 tóku fulltrúar kommúnista í Úkraínu þátt í stofnun Sovétríkjanna (USSR).

Á tímabilinu 1922-39 lagði Sovétstjórnin mikla áherzlu á að bæla alla þjóðernislega viðleitni í Úkraínu.  Landsmenn gengu í gegnum miklar þjáningar við stofnun samyrkjubúanna og eignarnám matvæla frá sveitunum.  Þessi ósköp enduðu með hungursneyð á árunum 1932-33 og rúmlega 7 miljónir manna dóu úr hungri.  Markmið þjóðernissinna í Úkraínu var sjálfstæði Stór-Úkraínu, sem næði yfir Rússland, Úkraínu, Pólsku-Galisíu og Rutheníu í Tékkóslóvakíu.

Eftir að Sovétríkin lögðu Austur-Pólland undir sig í sept. 1939 var Pólska-Galisía (62.160 km2) innlimuð í Sovétlýðveldið Úkraínu (SSR).  Þegar Þjóðverjar réðust inn í Úkraínu 1941, vonuðu þjóðernissinnar, að hægt væri að stofna sjálfstætt ríki undir vernd Þjóðverja.  Þeim til mikilla vonbrigða skiptu Þjóðverjar landinu og létu dólgslega sem sigurvegarar.  Rússar náðu landinu aftur undir sig árið 1944.  Sama ár bættust hlutar Bessarabíu við Úkraínu og Norður-Bukovina (Rúmenía) ári síðar.  Úkraína var meðal stofnríkja Sameinuðu þjóðanna árið 1945.  Krímsvæðið bættist við Úkraínu árið 1954.  Saga landsins frá þeim tíma til 1991 er sambærileg við sögu annarra Sovétlýðvelda.  Kommúnisminn hrundi árið 1991.

Í lok 1991 var Sovétríkjasambandið allt og Úkraínumenn lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi, sem var staðfest í þjóðaratkvæðagreiðslu í desember.  Samtímis var Leonid Kravchuk, fyrrum formaður Kommúnistaflokks Úkraínu, kosinn forseti landsins.  Í desember 1992 kynnti nýi forsætisráðherrann, Leonid Kuchma, áætlanir um efnahagsumbætur, þ.m.t. einkavæðingu og afnám verðstöðvunar.  Lítið varð úr þessum áformum þá, því í kjölfarið geisaði óðaverðbólga (1445%) og efnahagskreppa.

Eftir að landið varð sjálfstætt fór að bera á pólitískri ólgu í Krímhéraði, sem hafði verið rússneskt svæði fyrir 1954, og Rússar leiddu flokk manna, sem krafðist aðskilnaðar frá Úkraínu.  Þessar aðgerðir urðu til þess, að Krímhérað fékk heimastjórn.  Krímverjar lýstu síðan yfir sjálfstæði sínu en því var hafnað í maí 1992.  Í sama mánuði lýsti rússneska þingið innlimun Krímhéraðs í Úkraínu 1954 ógilda.  Rússar og Úkraínumenn gerðu báðir tilkall til Svartahafsflota Sovétríkjanna, sem var að mestu bundinn við bryggjur í Sevastopol’ á Krímskaga.  Samkomulag um sameiginlega notkun flotans til 1995 náðist 1992, en þá skildi skipta honum milli landanna tveggja.  Þrátt fyrir þessar niðurstöður kraumaði spennan undir niðri og stundum kom til vopnaðara átaka milli ríkjanna.  Um þetta leyti þróaðist aðskilnaðarhreyfing í Austur-Úkraínu, þar sem kolanámumenn og aðrir verkamenn hófu verkfall í júní 1993 til að mótmæla bágum kjörum sínum.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM