Næstum
allt landið er risastór slétta, sem liggur víðast neðan 300 m.y.s.
Karpatafjöll taka við allravestast og á suðurströndinni, á Krímskaga,
eru Krímfjöll. Hæsta fjall landsins er Hoverla í Karpatafjöllum
(2061m). Flestar meginmóður landsins renna til suðurs í Svartahaf
(Dnepr, Bug og Dnestr). Vestur-Bug rennur til norðurs um vesturhlutann
til Vislu, sem stemmir að Eystrasalti. Tveir þriðjungar landsins, mið-
og suðurhlutarnir, eru þaktir svörtum og afarfrjósömum jarðvegi.Úkraína
hefur temprað meginlandsloftslag og Miðjarðarhafsloftslag á suðurhluta
Krímskaga. Meðalmánaðarhitinn á veturna er á bilinu -8°C til 2°C en
sumarhitinn 17°C til 25°C. Á suðurströndinni er hitinn oft undir
frostmarki á veturna og hafnir landsins eru stundum ísilagðar. Úrkoman
minnkar norðureftir landinu. Mest er hún í Karpatafjöllum (>1500 mm) og
minnst við Svartahafið (<300 mm).
Upprunaleg flóra landsins myndaði þrjú breið belti frá norðri til suðurs.
Nyrzti þriðjungurinn var vaxinn blönduðum skógargróðri, miðþriðjungurinn
skógum og steppugróðri og suðurhlutinn.steppugróðri. Mestur hluti þessa
gróðurfars er horfinn vegna ræktunar. Sama má segja um upprunalegt
dýralíf, þótt margar tegundir séu eftir. Enn þá má finna dádýr, bjór og
mörð, svarta gamminn (evróasíska tegundin), steppuörninn og gráhegrann.
Landið
er auðugt af verðmætum jarðefnum. Birgðir járngrýtis eru í
suðausturhlutanum í grennd við kol og anþrasít í Donetslægðinni (olíusvæði).
Einhverjar auðugustu mangannámur heims eru á Nikopolsvæðinu. Mestur
hluti olíu- og gasbirgða landsins er uppurinn en fyrrum var framleiðslan
allt að þriðjungi framleiðslu Sovétríkjanna (eftir 1960), þannig að nú
verða Úkraínumenn að flytja inn olíu. Einnig finnst nokkuð af titan,
báxíti, kvikasilfri, steinsalti og brennisteini. |