Mariupol' Úkraína,
Flag of Ukraine


MARIUPOL'
ÚKRAÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Mariupol' (Zhdanov 1948-89) er mikilvæg hafnarborg og miðstöð járnbrauta og iðnaðarí Suðaustur-Úkraínu við ósa Kalmiusárinnar við Azovshaf.  Þar eru stálver, skipasmíðastöðvar, efnaverksmiðjur og niðursuðuverksmiðjur fyrir fisk.  Þar eru einnig rannsóknarstofur málmiðnaðarins.  Grikkir, sem bjuggu á Krímskaga, stofnuðu borgina árið1779.  Í síðari heimsstyrjöldinni hersátu Þjóðverjar borgina á árunum 1941-43 og ollu mikilli eyðileggingu.  Hún var kölluð Zhdanov í 41 ár til heiðurs A.A. Zhdanov, sem var embættismaður kommúnistastjórnarinnar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 520 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM