Kerch Úkraína,
Flag of Ukraine


KERCH
ÚKRAÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Kerch' er borg á austurströnd Krímskaga í Suður-Úkraínu.  Hún er miðstöð fiskveiða- og vinnslu við Kerch’sund, sem tengir Azovhaf við Svartahaf.  Hún er einnig mikilvæg miðstöð iðnaðar á gas- og kolasvæði.  Þar er framleitt járn og stál, vélbúnaður, efnavörur og fiskafurðir.  Þarna er hafrannsóknarstofnun og fornminjasafn.  Kirkja hl. Jóhannesar var byggð á 8. öld.

Kerch var stofnuð á 6. öld f:Kr. Sem gríska nýlendan Panticapaeum.  Borgin var hluti af konungsríkinu Bosporus í nokkrar aldir eftir 5. öld f.Kr.  Snemma á 14. öld varð hún nýlenda Genúa og Ottómanar náðu henni á sitt vald árið 1475.  Rússar innlimuðu hana árið 1771 í einu Rússnesk-tyrknesku stríðanna.  Borgin varð fyrir miklum skemmdum í Krímstríðinu og síðari heimsstyrjöldinni.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 176 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM