Rússland,
Flag of Russia

Meira

RÚSSLAND

Hvað er klukkan?
.

.

Utanríkisrnt.


Ferðavísir Allt um Ísland

 

Stjórnarsetur:  Moskva.  Flatarmál:  17.075.400 km².  Íbúafjöldi u.þ.b. 143 milljónir (2006), Rússar 82,6%, tatarar 3,6%, Úkraínumenn 2,7% auk rúmlega 100 þjóðarbrota, sem samtals eru 11,1%. Stærstu þjóðarbrotin í þessu langstærsta lýðveldi fyrrum Sovétríkjanna búa í 16 lýðveldum. Helztu atvinnuvegir eru landbúnaður, námagröftur, orkuframleiðsla og véla-, efna-, timbur- og vefnaðariðnaður.  Aðaliðnaðarsvæðin eru í grennd við Moskvu og Pétursborg.  Evrópuhluti Rússlands, vestan Úralfjalla, var að mestu byggður slavneskum og finnskum þjóðum á 9. öld.  borgríkin Kænugarður og Hólmgarður voru stofnuð af víkingum um 860 og auðguðust þau fljótt af verzlun og útflutningi.  Í lok 9. aldar sameinuðust þau í Garðaríki, sem tók upp grísk-katólska trú í lok 10. aldar og náði yfir allt Mið-Rússland, Hvíta-Rússland og norðurhluta Úkraínu.

Garðaríki liðaðist í sundur í mörg furstadæmi á síðari hluta 12. aldar en Mongólar lögðu undir sig Rússland sunnanvert á 13. öld og stofnuðu þar ríki og undirokuðu furstadæmin, sem eftir voru í norðri. Drottnun tatara, eins og Mongólar voru einnig kallaðir, varð til þess að Rússar einangruðust smám saman frá Evrópu.  Rússneska þjóðin varð því til í deiglu finnskra, slavneskra, tyrkneskra og mongólskra þjóðflokka. Sumir furstanna tóku harðstjórn tatara sér til fyrirmyndar, eins og t.d. í stórfurstadæminu Moskvu á 14. öld.  Ívan III, stórfursti, lýsti sig óháðan töturum 1480, lagði undir sig Novgorod og sameinaði þar með Rússland aftur í eitt ríki.
 

Íslenskir ríkisborgarar verða að hafa gilda vegabréfsáritun í vegabréfi sínu þegar ferðast er til Rússlands.
Þegar sótt er um vegabréfsáritun til Rússlands verður að framvísa eftirfarandi:

  • Eina passamynd í stærð 35 til 45 mm með ljósum bakgrunni (ekki brosandi skv. ICAO - reglum).
  • Útfyllt spurningaeyðublað, sjá hlekk hér að neðan
  • Vegabréfi sem gildir í a.m.k. 6 mánuði eftir áætlaða brottför frá Rússlandi.
  • Nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaða ferð (flug og gisting)
  • Bréf til staðfestingar á umsókn um vegabréfsáritun frá ferðaþjónustuaðila.
  • Sönnun fyrir að umsækjandi sé með gilda alþjóðlega sjúkratryggingu

 Ellefu borgir í Rússlandi, þar sem riðlakepni HM 2018 mun fara fram.
 

MOSKVA

PÉTURSBORG

KALININGRAD

KAZAN

ROSTOV-na-DONU

Saransk

NISHNY NOVGOROD

YEKATERINBURG
 
also spelled Ekaterinburg

Sochi

Volograd

Samara

 


SOVÉT FYRRUM

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM