Novosibirsk Rússland,
Flag of Russia


NOVOSIBIRSK
RÚSSLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Novosibirsk er höfuđborg Novosibirskhérađs og mikilvćgasta borgin í Vestur-Síberíu í Miđsuđur-Rússlandi.  Hún er viđ Obána, ţar sem Síberíujárnbrautin liggur yfir hana.  Ţegar brautin var lögđ 1893, var ţar ađeins lítla ţorpiđ Krivoshchekovo á vinstri bakkanum.  Nafn bćjarins var á reiki og í sumra munni hét hann Gusevka og annarra Aleksandrovsky en áriđ 1895 fékk hann nafniđ Novonikolayevsky í tilefni krýningar Nicholas II, keisara.  Brúarsmíđinni lauk áriđ 1897 og áriđ 1903 fékk borgin löggildingu.

Ţróun borgarinnar byggđist ađ mestu á Kuznetsk kolanámunum skammt austan borgarinnar og járnbrautinni.  Áriđ 1925 var fékk borgin núverandi nafn (Nýja-Síbería). 

Í síđari heimsstyrjöldinni óx iđnađurinn verulega í borginni vegna ţess ađ starfsemi verksmiđja Evrópumegin í landinu var flutt ţangađ og nú er hún međal stćrstu borga Síberíu.

Međal mikivćgustu framleiđslugreina borgarinnar eru málmvinnsla og annar ţungaiđnađur.  Kuzmin stálverksmiđjurnar tóku viđ af gömlu stáliđjuverunum, sem voru rekin fyrir byltinguna áriđ 1917.  Ţarna er líka stór tin- og gullverksmiđja.  Mikiđ er framleitt af stórum vélum, vökvapressum, rafhiturum, tćkjum til málmhreinsunar og námugraftar og landbúnađartćkjum.  Nákvćmnisiđnađurinn framleiđir verkfćri, útvörp og sjálfvirka vefstóla.  Verkstćđi annast viđgerđir og viđhald skipa og járnbrauta.  Efnaiđnađurinn hefur ţróast hratt.  Međal neyzluvara má nefna húsgögn, piano, skó, vefnađarvörur, prjónavörur og matvćli.  Raforkuna fćr borgin frá vatnsorkuveri og nokkrum kolaorkuverum.

Raflestir tengja úthverfin viđ miđborgina.  Ađrar samgöngur innan borgar fara fram međ strćtisvögnum, sporvögnum og rafvögnum.  Flugvellir borgarinnar eru tveir.  Hinn minni er ćtlađur svćđisbundinni flugumferđ og hinn stćrri fyrir milliborgaflug.  Áin Ob er skipgeng.

Novosibirsk er ađalmenningar- og menntamiđstöđ Síberíu.  Ţar er opera og ballettleikhús, grasagarđur, Listasafn og söfn auk synfóníuhljómsveitar.

Međal menntastofnana borgarinnar eru Ríkisháskólinn (1959) og tćkniskólar fyrir járnbrautarstjóra, rafeindatćkna, lćkna- og búvísindi og kennaraháskóli.  Háskólinn og margir ţessara skóla eru í útborginni Akademgorodok sunnan miđborgarinnar.  Ţar eru líka sérstakar rannsóknastofnanir á vegum Rússnesku vísindaakademíunnar.  Áćtlađur íbúafjöldi áriđ 1991 var 1,5 milljónir.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM