Novosibirsk Rússland,
Flag of Russia


NOVOSIBIRSK
RÚSSLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Novosibirsk er höfuðborg Novosibirskhéraðs og mikilvægasta borgin í Vestur-Síberíu í Miðsuður-Rússlandi.  Hún er við Obána, þar sem Síberíujárnbrautin liggur yfir hana.  Þegar brautin var lögð 1893, var þar aðeins lítla þorpið Krivoshchekovo á vinstri bakkanum.  Nafn bæjarins var á reiki og í sumra munni hét hann Gusevka og annarra Aleksandrovsky en árið 1895 fékk hann nafnið Novonikolayevsky í tilefni krýningar Nicholas II, keisara.  Brúarsmíðinni lauk árið 1897 og árið 1903 fékk borgin löggildingu.

Þróun borgarinnar byggðist að mestu á Kuznetsk kolanámunum skammt austan borgarinnar og járnbrautinni.  Árið 1925 var fékk borgin núverandi nafn (Nýja-Síbería). 

Í síðari heimsstyrjöldinni óx iðnaðurinn verulega í borginni vegna þess að starfsemi verksmiðja Evrópumegin í landinu var flutt þangað og nú er hún meðal stærstu borga Síberíu.

Meðal mikivægustu framleiðslugreina borgarinnar eru málmvinnsla og annar þungaiðnaður.  Kuzmin stálverksmiðjurnar tóku við af gömlu stáliðjuverunum, sem voru rekin fyrir byltinguna árið 1917.  Þarna er líka stór tin- og gullverksmiðja.  Mikið er framleitt af stórum vélum, vökvapressum, rafhiturum, tækjum til málmhreinsunar og námugraftar og landbúnaðartækjum.  Nákvæmnisiðnaðurinn framleiðir verkfæri, útvörp og sjálfvirka vefstóla.  Verkstæði annast viðgerðir og viðhald skipa og járnbrauta.  Efnaiðnaðurinn hefur þróast hratt.  Meðal neyzluvara má nefna húsgögn, piano, skó, vefnaðarvörur, prjónavörur og matvæli.  Raforkuna fær borgin frá vatnsorkuveri og nokkrum kolaorkuverum.

Raflestir tengja úthverfin við miðborgina.  Aðrar samgöngur innan borgar fara fram með strætisvögnum, sporvögnum og rafvögnum.  Flugvellir borgarinnar eru tveir.  Hinn minni er ætlaður svæðisbundinni flugumferð og hinn stærri fyrir milliborgaflug.  Áin Ob er skipgeng.

Novosibirsk er aðalmenningar- og menntamiðstöð Síberíu.  Þar er opera og ballettleikhús, grasagarður, Listasafn og söfn auk synfóníuhljómsveitar.

Meðal menntastofnana borgarinnar eru Ríkisháskólinn (1959) og tækniskólar fyrir járnbrautarstjóra, rafeindatækna, lækna- og búvísindi og kennaraháskóli.  Háskólinn og margir þessara skóla eru í útborginni Akademgorodok sunnan miðborgarinnar.  Þar eru líka sérstakar rannsóknastofnanir á vegum Rússnesku vísindaakademíunnar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var 1,5 milljónir.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM