Wrangeleyja Rússland,
Flag of Russia


WRANGELEYJA
RÚSSLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Wrangeleyja heitir Ostrov Vrangelya (7300 km²).  Hún tilheyrir sjálfstjórnarsvæðinu Chukchi í norðaustasta hluta Síberíu og skilur á milli Austur-Síberíuhafs og Chukchi-hafs.  Eyjan er löng og mjó, 125 km breið.  Milli hennar og meginlandsins er Long-sund.  Eyjan er túndrusvæði, að mestu vaxin lágvöxnum fléttugróðri.  Þrátt fyrir að hæsti staður eyjarinnar (Sovetskaya-fjall) sé 1096 m hár, er þar enginn jökull.  Eyjan er byggð upp af hellugrjóti, graníti og gneiss auk áraura.  Hún er þakin mörgum smástöðuvötnum og með norður- og suðvesturströndunum eru margar eyrar og lón.  Hafsvæðið umhverfis eyjuna eru sjaldnast íslaus.  Þarna ríkir heimskautaloftslag.  Meðalhiti júlí er 2,4°C.  Á sumrin er fuglalíf fjölbreytt og mikið er um læmingja, heimskautsrefi og hvítabirni.

Samkvæmt rússneskum heimildum var Rússum kunnugt um eyjuna snemma á 18. öld.  Rússneski landkönnuðurinn Ferdinand P. Wrangel fékk upplýsingar um legu hennar hjá innfæddum Síberíumönnum en fór ekki til eyjarinnar áður en hann kortlagði strandlengju Síberíu snemma á þriðja áratugi 19. aldar.  Rússneskir loðdýrakaupmenn fóru loks til eyjarinnar og áhafnir bandarískra skipa komu auga á hana árið 1867 og 1881.  Skipbrotsmenn af kanadísku skipi komust til eyjarinnar árið 1914. Vestur-Íslendingurinn Vilhjálmur Stefánsson, olli milliríkjadeilum 1920, þegar hann lýsti Wrangeleyju kanadískt landsvæði án þess að hafa leyfi yfirvalda til þess.  Sovétríkin lýstu þá eyjuna sovézkt land og búseta hófst þar, þegar Chukchi flutti þangað rússneskar fjölskyldur árið 1926.  Náttúruverndarsvæðið, sem var stofnað 1976, nær yfir 700.000 hektara.  Þar hafast við hvítabirnir, rostungar og hreindýr.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM