Kazan Rússland,
Flag of Russia


KAZAN
RÚSSLAND

.

.

Utanríkisrnt.


Ferðavísir Allt um Ísland

 

Kazan er höfuðborg lýðveldisins Tatarstan í Vestur-Rússlandi.  Hún er norðan uppistöðulónsins Samara við án a Volgu, þar sem Kazankaáin rennur í hana.  Á 25 km kafla stendur borgin meðfram giljóttum hæðum.  Gullhjarðar-Mongólar (tatarar) stofnuðu hana sem Iske Kazan síðla á 13. öld, þegar þeir höfðu lagt undir sig Bulgar-konungsríkið við Volgu miðja.  Hún var u.þ.b. 45 km upp með Kazankaánni og var flutt að ármótunum í lok 14. aldar.  Þegar veldi Gullhjarðar-Mongóla var fyrir bí, varð Kazan höfuðborg sjálfstæðs kanats og varð að mikilvægri miðstöð viðskipta, þar sem árlegar kaupstefnur voru haldnar á eyju í Volgu.  Árið 1469 náði Ivan III Kazan á sitt vald en leppstjóri (kani) hans skipulagði fjöldamorð Rússa árið 1504.  Árið 1552 tók Ivan grimmi (IV) borgina eftir langt umsátur og innlimaði kanatið.  Hið gamla virki tataranna var endurbyggt sem rússneskur kastali (kreml).  Hvítir múrar hans og turner standa enn milli nútímabygginga.  Í uppreisn á árunum 1773-74 var stór hluti borgarinnar brenndur til grunna.  Katrín II hin mikla lét endurreisa hana eftir ferningaskipulagi.  Dómkirkjur Hl. Péturs og Hl. Páls eru frá 18. öld.

Þegar Síbería opnaðist, óx mikilvægi borgarinnar sem viðskiptamiðstöð og iðnaður tók að þróast á 18. öld.  Í kringum aldamótin 1900 var hún ein stærstu iðnaðarborga Rússlands.  Verksmiðjur borgarinnar framleiða m.a. sápa, leðurvörur, skó og skinnavörur.  Nýlegri verksmiður framleiða olíuvörur, raftæki, nákvæmistæki og efnavörur.  Talsvert er framleitt af hördúk og matvælum.  Árið 1920 varð Kazan höfuðborg Tataralýðveldisins ASSR, nú Tatarstan.

Kazan er mikilvæg miðstöð menningar og menntunar.  Ríkisháskólinn var stofnaður 1804.  Stærðfræðingurinn N.I. Lobachevsky var rektor hans á árunum 1827-46 og meðal stúdenta voru rithöfundurinn Leo Tolstoy, tónskáldið M.A. Balakirev og Vladimir I. Lenin.  Þarna er einnig vísindaakademía, tónlistarhöll og fleiri æðri menntastofnanir auk Tataróperu- og ballethússins, fílharmóníuhljómsveitar og Þjóðminjasafns.  Áætlaður íbúafjöldi 1992 var rúmlega 1100 þúsund.

KAZAN er ein af ellefu borgum í Rússlandi sem riðlakepni HM 2018. mun fara fram

Ísland er fámennasta landið í sögunni sem tryggir sér sæti á lokamóti HM í knattspyrnu karla (2018) eftir 2:0-sigur á Kósóvó á Laugardalsvelli 9. oktober 2017.
Strákarnir
dvelja hótel Nadezhda í bæn­um Gelendzhik við Svarta­hafið á meðan HM stendur yfir.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM