Ufa Rússland,
Flag of Russia


UFA
RÚSSLAND

.

.

Utanríkisrnt.

 

Ufa er höfuðborg lýðveldisins Bashkortostans í Vestur-Rússlandi.  Borgin stendur við Hvítá (Belaya) rétt fyrir neðan ármót Ufa-árinnar.  Þarna var hernaðarlega mikilvægur staður og virki byggt árið 1574 til verndar verzlunarleiðinni milli Kazan og Tyumen yfir Úralfjöllin.  Árið 1586 var þar kominn borg, sem þreifst á viðskiptum.  Ufa óx hratt á 20. öldinni og varð að mikilvægri iðnaðarborg vegna Volga-Úralolíunámanna.  Árið 1956 þróaðist tvíburaborgin Chernikovsk norðvestan Ufa.  Þar voru reistar olíuhreinsunarstöðvar og verksmiður til framleiðslu olíuvöru.  Hún sameinaðist Ufa.  Helztu framleiðsluvörur Ufa eru gervigúmmí, plastvörur, plöntueitur o.fl.

Þungaiðnaður er talsverður í borginni, s.s. vélbúnaður til námuvinnslu.  Raftæki og símar eru einnig framleiddir.  Timburiðnaðurinn nær til framleiðslu húsgagna, spónaplötur, tilsniðin hús og eldspýtur.  Matvælaiðnaðurinn er einnig stór í sniðum.  Ufa er samgöngumiðstöð (járnbrautir, þjóðvegir) og gas- og olíuleiðslur liggja um hana vegna þess, að Hvítá er skipgeng.  Lengd borgarinnar meðfram ánni er u.þ.b. 40 km.  Hún hefur breitt úr sér yfir á vinstri bakkann.  Ufa er einnig mikilvæg menningar- og menntamiðstöð.  Þar er háskóli og tækniháskólar og fjöldi rannsóknarstofa.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var tæplega 1100 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM