Murmansk Rússland,
Flag of Russia


MURMANSK
RÚSSLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Murmansk er borg í norðvesturhluta Rússlands og stærsta borg heims norðan heimsskautsbaugs.  Hú er við Kólafjörð, sem tilheyrir Barentshafi.  Hún er mikilvæg hafnarborg með íslausri höfn.  Hún er höfuðborg Murmanskhéraðs og þar er sjóherstöð.  Skipasmíðar og fiskveiðar og vinnsla eru mikilvægar atvinnugreinar.  Í borginni eru miðstöðvar haf- og heimskautsrannsókna.

Borgin var stofnuð 1915 í fyrri heimsstyrjöldinni sem hafnarborg fyrir aðflutning frá bandamönnum eftir að höfnunum við Svartahaf og Eystrasalt var lokað.  Árið 1916 fékk borgin járnbrautartengingu við Petrograd (Pétursborg).  Eftir rússnesku byltinguna 1917 hersátu bandamenn borgina um tíma.  Í síðari heimsstyrjöldinni varð borgin aftur að mikilvægri aðflutningleið bandamanna.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 472 þúsund.

Murmansk er vinabær Akureyrar.


 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM