Kaliningrad Rússland,
Flag of Russia


KALININGRAD
RÚSSLAND

.

.

Utanríkisrnt.

 

Kaliningrad, fyrrum Königsberg, þegar hún tilheyrði Prússlandi, er borg í Vestur-Rússlandi við Pregolyaána.  Hún er höfuðborg Kaliningrad Oblast og tengist íslaustri höfn við Eystrasaltið með skurði.  Hún er miðstöð viðskipta og iðnaðar, skipasmíða, vélbúnaðar, efnavöru, pappírs og trjávöru.  Gamlar minjar eru marga, s.s. kastalinn (13. öld) og dómkirkjan (14. öld).  Þýzki heimsspekingurinn Immanuel Kant fæddist þar og kenndi við háskólann, sem var stofnaður 1544.

Borgin var stofnuð árið 1255 sem virki germanskra riddara og varð aðili að Hansasambandinu 1340.  Á árabilinu 1457 til 1525 var hún opinbert setur meistara riddarareglunnar og bústaður hertogans af Prússlandi 1525-1618.  Friðrik I var krýndur sem fyrsti Prússakonungurinn í kastalakapellunni árið 1701. Kóperníkus dvaldi þar og mótaði heimsmynd Evrópubúa.  Eftir fyrri heimsstyrjöldina var hún gerð að höfuðborg Austur-Prússlands.Í síðari heimsstyrjöldinni var borgin vettvangur mikilla bardaga milli Þjóðverja og Rússa.  Hún skemmdist mikið og sovézkar hersveitir náðu henni á sitt vald eftir tveggja mánaða umsátur 1945.  Bandamenn samþykktu á ráðstefnunni í Potsdam 1945, að Sovétríkin fengju Königsberg.  Árið 1946 var nafninu breytt í Kaliningrad til heiðurs sovézka leiðtoganum M. I. Kalinin.  Íbúafjöldinn var áætlaður 406.000 árið 1990.

Kaliningrad er mjög umtalað í tengslum við ESB-aðils fyrrum Austantjaldsríkja og Rússlands.  Það er einkum landfræðileg lega þess, sem veldur þessum umræðum, en það er aðskilið öðrum hlutum rússneska sambandsríkisins á milli Litháens og Póllands við strönd Eystrasalts.  Innganga Litháens og Póllands í ESB vekur upp spurningar um millisvæðaviðskipti og samgöngur, vegabréfsáritanir, landamæraeftirlit o.fl.  Kaliningrad gæti einangrast við aðild þessara landa að ESB en núna á það greiðar leiðir um þau bæði til hinna hluta Rússlands.  Í Moskvu hafa sérlög um sérstaka stöðu Kaliningrad verið framlengd um tíu ár og ráðstafanir til þróunar viðskipta, samgangna og uppbyggingar í orku- og fjarskiptamálum hafa verið samþykktar.  Þetta svæði á við gífurlegan mengunarvanda að stríða, heilbrigðismál eru í ólestri og fíkniefnavandinn er geysilegur.  Tíðni HIV og berkla er mjög há og glæpastarfsemi tröllríður samfélaginu.  ESB hefur veitt fjármunum til að glíma við þessi vandamál.

KALININGRAD er ein af ellefu borgum í Rússlandi sem riðlakepni HM 2018. mun fara fram

Ísland er fámennasta landið í sögunni sem tryggir sér sæti á lokamóti HM í knattspyrnu karla (2018) eftir 2:0-sigur á Kósóvó á Laugardalsvelli 9. oktober 2017.
Strákarnir
dvelja hótel Nadezhda í bæn­um Gelendzhik við Svarta­hafið á meðan HM stendur yfir.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM