Pétursborg Rússland,
Flag of Russia


PÉTURSBORG
RÚSSLAND

Hvað er klukkan?
.

.

Ferðavísir Allt um Ísland


Utanríkisrnt.

 

 

Pétursborg í Norðvestur-Rússlandi er við ármynni Neva við austurenda Finnskaflóa.  Hún er önnur stærsta borg landsins, mikilvæg hafskipahöfn og hét Leningrad á árunum 1924-1991.  Hún er að mestu á bökkum árinnar og eyjum hennar.  Skipgeng fljót og skurðir tengja hana við Kaspíahaf og Hvítahaf og líka við árnar Dnepr og Volgu.  Höfnin er ísilögð frá nóvember til Apríl en ísbrjótar halda siglingaleiðum til hennar og annarra stórra innanlandshafna opnum.  Borgin er einnig miðstöð viðskipta og iðnaðar.  Raforkan er unnin úr jarðhita og kjarnorku.  Talsvert er um skipasmíðar og framleiðslu raftækja, vélabúnaðar og tækja, landbúnaðartækja, pappírs, húsgagna, vefnaðar og fatnaðar, tóbaks, leðurvöru og efnavöru.

Víða um borgina eru mikilfenglegar hallir, s.s. Vetrarhöllin, sem er ríkulega skreytt barokbygging (1762).  Hún var vetrarsetur rússnesku keisaranna fyrir byltinguna 1917 og hýsir nú einstakt safn listmuna hvaðanæva að.  Dómkirkja hl. Ísaks var byggð á árunum 1768-1858.  Dómkirkja Péturs og Páls var byggð á árunum 1712-33.  Sumarhöll Péturs I, keisara.  Bygging yfirstjórnar sjóhersins.  Virki Péturs og Páls var byggt 1703.  Elzta bygging borgarinnar var notuð sem fangelsi fyrir pólitíska fanga á tímum keisaranna.

Í Pétursborg eru rúmlega 1700 almenningsbókasöfn.  Hið stærsta er M. E. Saltykov-Shchedrin, sem var stofnað 1795 og hýsir rúmlega 28,5 milljónir bóka.  Þar er líka ríkisháskólinn (1819), aðrar mennta- og rannsóknarstofnanir og u.þ.b. 200 vísindastofnanir.  Rússneska safnið hýsir mikið af rússneskri list og Kazandómkirkjan er heimsóknar virði.  Fjöldi leikhúsa prýðir menningarlífið, s.s. Kirovleikhúsið, sem er þekkt fyrir óperur og ballett, og Pushkinleikhúsið. 


Sagan.  Upprunalega stóð sænskt virki á borgarstæðinu.  Pétur 1, keisari, vann staðinn árið 1703 og lét reisa virki Péturs og Páls auk virkisins í Kronshtadt.  Hann skipaði svo fyrir, að þar skyldi reist ný borg, sem bæri nafn verndardýrlings hans, hl. Pétri.  Borgin átti að vera vestræn útilits og „gluggi að Evrópu”.  Árið 1813 flutti keisarafjölskyldan frá Moskvu til Pétursborgar.  Síðar á 18. öldinni fjölgaði íbúunum og borgin tók sess meðal menningarborga Evrópu.  Á valdatíma Alexanders I voru mýrarnar þurrkaðar til að auka byggingarými og Íbúafjöldinn tvöfaldaðist.  Hafnarbætur á 19. öld ýttu undir iðnvæðingu.

Fátækt iðnverkafólksins var mikil andstaða við hóglíf hirðarinnar og skapaði óánægju og óeirðir.  Efnt var til uppreisna í desember 1825 og árið 1905 hófst uppreisn við Vetrarhöllina.  Byltingin 1917 hófst í Krohshtadtvirkinu, sem var til varnar höfninni og bolsévíkar hófu uppreisn sína í borginni í október sama ár.

Árið 1914 breytti Nikulás II þýzka nafni borgarinnar, St. Petersburg, í Petrograd, sem var þjóðlegra, eftir að Rússar lýstu yfir stríði við Þjóðverja.  Árið 1918 var Moskva gerð að höfuðborg aftur.  Þegar Lenín dó, 1924, var borgin nefnd Leníngrad í minningu hans.  Eftir síðari heimsstyjöldina og tap baltnesku héraðanna óx mikilvægi Leníngrad, þar sem hún var eina höfn landsins í Vestur-Evrópu.  Hún var vettvangur mikilla bardaga í styrjöldinni og Þjóðverjar héldu henni frá seinni hluta ársins 1941 fram í janúar 1944.  Nálega 1.250 þúsund íbúanna létust í bardögum eða úr hungry og pestum og rúmlega 10.000 byggingar eyðilögðust meira og minna.  Eftir endurreisn var gamla nafn borgarinnar, Pétursborg, tekið upp 1991.  Íbúafjöldinn var áætlaður 4.468.000 árið 1990.

Mynd:  Vetrarhöllin.

Íslenskir ríkisborgarar verða að hafa gilda vegabréfsáritun í vegabréfi sínu þegar ferðast er til Rússlands.
Þegar sótt er um vegabréfsáritun til Rússlands verður að framvísa eftirfarandi:

  • Eina passamynd í stærð 35 til 45 mm með ljósum bakgrunni (ekki brosandi skv. ICAO - reglum).
  • Útfyllt spurningaeyðublað, sjá hlekk hér að neðan
  • Vegabréfi sem gildir í a.m.k. 6 mánuði eftir áætlaða brottför frá Rússlandi.
  • Nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaða ferð (flug og gisting)
  • Bréf til staðfestingar á umsókn um vegabréfsáritun frá ferðaþjónustuaðila.
  • Sönnun fyrir að umsækjandi sé með gilda alþjóðlega sjúkratryggingu

 PÉTURSBORG er ein af ellefu borgum í Rússlandi sem riðlakepni HM 2018. mun fara fram

Ísland er fámennasta landið í sögunni sem tryggir sér sæti á lokamóti HM í knattspyrnu karla (2018) eftir 2:0-sigur á Kósóvó á Laugardalsvelli 9. oktober 2017.
Strákarnir
dvelja hótel Nadezhda í bæn­um Gelendzhik við Svarta­hafið á meðan HM stendur yfir.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM